Skip to content

Fréttir

E.coli í Reykjanesi -2022 Eingöngu á tjaldstæði

Við sýnatöku á neysluvatni á tjaldstæðinu Reykjanesi kom í ljós E.coli mengun. Gestir á tjaldstæðinu eru hvattir til að sjóða drykkjarvatn. Geislunartæki er í viðgerð en verður sett upp þegar viðgerð er lokið.

Ekki þarf lengur að sjóða vatn í Reykjanesi

Nýtt geislunartæki hefur verið sett upp og niðurstöður sýnatöku heilbrigðiseftirlits sýnir enga mengun.

E.coli í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp

Við sýnatöku á neysluvatni þann 29. júlí kom í ljós að neysluvatn í Reykjanesi var menagað af saurgerlum. íbúar og gestir eru hvattir til að sjóða allt drykkjarvatn.

Vatnssuðu aflétt í Bolungarvík

Ný sýni sem tekin voru sunnudag eru hrein og því óþarfi að sjóða drykkjarvatnið.


E.coli í neysluvatni Bolvíkinga Íbúar eru hvattir til að sjóða drykkjarvatn

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók sýni af neysluvatni Bolvíkinga Þriðjudag og fimmtudag í síðustu viku í ljós kom að neysluvatnið er mengað af saurbakteríum E.coli íbúar eru hvattir til að sjóða drykkjarvatn. sjá leiðbeiningar í tengli.

E.coli Höfnin Drangsnesi

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók sýni af neysluvatni við Höfnina á Drangsesi þann 30. september vatnið er mengað af saurbakteríum E.coli Notendur eru beðnir um að viðhafa varúðarráðstafanir.

E.coli í drykkjarvatni Ferðafélag Íslands Valgeirsstaðir 524 Árneshrepp

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók sýni af neysluvatni á tjaldstæðinu Valgeirsstöðum þriðjudaginn 21. júlí niðurstaða rannsókna var að E. coli bakteríur greindust í vatninu. Gestum er því bent á að sjóða drykkjarvatn.

E.coli í drykkjarvatni Verzlunarfélag Árnehrepps

Sýni af neysluvatni Verzlunarfélags Árneshrepps var tekið 21. júlí E.coli greindist í vatninu. Notendum er bent á að sjóða neysluvatnið þar til gert hefur verið við geislunartæki.

Vatnsuðu aflétt Litlabæ nýtt sýni 6. júlí ekki með E.coli

E.coli í drykkjarvatni Litlabæ

Sýni af neysluvatni Litlabæ í Skötufirði var tekið 30.júní. 1. E.coli greindist í vatninu og gestum því bent á að sjóða drykkjarvatn. Tekið verður nýtt sýni 6.7 og niðurstaðan metin eftir það.

Vatnssuðu á Reykhólum

Tekin voru 3 sýni af neysluvatni á Reykhólum þann 2. desember og voru þáu öll hrein.  Vatnssuðu er aflétt en næstu sýni verða tekin í janúar, febrúar.

Heilbrigðisnefnd fjallaði um vatnsmál Reykhóla á fundi í 5. desember eftirfarandi var bókað.

E.coli í neysluvatni á Reykhólum. Heilbrigðisnefnd áminnir Reykhólahrepp vegna seinagangs á fyrirbyggjandi viðbrögðum.  Vatnssuðuástand hefur verið viðvarandi frá því 17. september 2019. Sýni sem tekin voru á mánudag 2, desember eru laus við E.coli og vatnssuðu aflétt. Frekari úrbóta er þörf.

E. coli áfram  í neysluvatni á Reykhólum íbúar hvattir til að sjóða drykkjarvatn áfram.

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók ný sýni fimmtudaginn 7. nóvember sl. Tekin voru sýni í grunnskólanum og á hjúkrunarheimilinu Barmahlíð  E.coli greindust í báðum sýnum.  Heilbrigðisnefnd áformar að áminna Reykhólahrepp. 

E.coli í neysluvatni í Rauðsdal Barðaströnd

Sýni tekið 5.nóvember, íbúar hvattir til að sjóða neysluvatnið

E. coli í neysluvatni á Reykhólum íbúar hvattir til að sjóða drykkjarvatn áfram.

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók ný sýni þriðjudaginn 1. október.  Tekin voru sýni á þremur stöðum, Barmahlíð, Hólabúð og Vatnsbrunni. E.coli gerlar greindust í öllum sýnunum. 

E. coli í neysluvatni á Reykhólum íbúar hvattir til að sjóða drykkjarvatn áfram. 

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók ný sýni sl. miðvikudag 25.september. Tekin voru sýni á þremur stöðum, Hólabúð, Barmahlíð og Þörungaverksmiðju. E.coli gerlar greindust í öllum sýnum. 

E.coli í neysluvatni á Dynjanda

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók nýtt sýni að dynjanda þann 23.9 niðurstaða er að E.coli er áfram í neysluvatninu.  Gestum ráðlagt að sjóða vatnið. 

E. coli í neysluvatni á Reykhólum íbúar eru hvattir til að sjóða drykkjarvatn

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók sýni af drykkjarvatni á Reykhólum þann 17. september.  Staðfestar niðurstöður bárust í dag.  E.coli finnst í neysluvatninu og íbúar því beðnir um að sjóða drykkjarvatn.  Hér fyrir ofan er að finna suðuleiðbeiningar.

E. coli í neysluvatn Þjónustuhús Dynjanda- gestir hvattir til að sjóða drykkjarvatn.

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók sýni af drykkjarvatni úr krana við þjónustuhús við fossinn Dynjanda miðvikudaginn 7. ágúst.  Staðfestar niðurstöður bárust í dag .  E.coli finnst í neysluvatni hjá: Dynjanda.

Nýtt sýni frá Kaffi Norðurfirði 

Búið er að skipta um peru í geislunartæki og taka nýtt sýni.  Vatnið orðið hreint og vatnssuðu aflétt. 

E. coli fannst í drykkjarvatni hjá Ferðaþjónustunni Örlygshöfn- gestir eru hvattir til að sjóða drykkjarvatn

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók sýni af drykkjarvatni hjá ferðaþjónustuaðilum í Vesturbyggð miðvikudaginn 31. júlí.  Staðfestar niðurstöður bárust í dag .  E.coli fannst í neysluvatni hjá: Ferðaþjónustunni Örlygshöfn

Heydalur nýtt sýni – hreint

Ekki mældust gerlar í sýni sem tekið var fimmdudaginn 1. ágúst 2019

Vatnssuðu aflétt í Heydal

Sýni sem tekið var á  þriðjudag (30.7.19)  innihélt ekki E.coli bakteríu.  Ágætt er að hafa varann á varðandi viðkvæma einstaklinga, en ekki þarf lengur að sjóða neysluvatn. Nýtt sýni var tekið úr vatnsbólinu í gær (1.8.19) 

E. coli fannst í drykkjarvatni hjá ferðaþjónustuaðilum í  Árneshreppi- gestir eru hvattir til að sjóða drykkjarvatn

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók sýni af drykkjarvatni hjá ferðaþjónustuaðilum í Árneshreppi mánudaginn 29. júlí.  Staðfestar niðurstöður bárust í dag 1.8.  E.coli fannst í neysluvatni hjá: Bergistanga gisting, Bergistanga gistiskála, Kaffi Norðurfjörður og Verzlunarfélag Árnshrepps.

Búið er að skipta um perur í geislunartækjum fyrir Kaffi Norðurfjörð og unnið að peruskipum á öðrum stöðum.  Nýtt sýni verður sent inn á þriðjudag. 

Sýnataka var endurtekin hjá Ferðaþjónustuaðilum við djúp  þann 30. júlí. (fyrstu niðurst.1. ágúst 2019)

Búið er að kveikja á geislunartækjum hjá Ferðaþjónustunni í Reykjanesi og Ögri kaffihús þar þarf því ekki lengur að sjóða vatn. 

Enn ræktast bakteríur úr neysluvatni Ævíntýradalsins -Heydal gestir eru hvattir til að fara að tilmælum og sjóða neysluvatn.

 Litli Bær  tekið sýni 30. júlí ekki búið að staðfesta  mengun, gefnar verða út leiðbeiningar þegar staðfesting liggur fyrir. 

E. coli fannst í drykkjarvatni hjá ferðaþjónustuaðilum við Ísafjarðardjúp – gestir eru hvattir til að sjóða drykkjarvatn

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók sýni af drykkjarvatni hjá ferðaþjónustuaðilum við Ísafjarðardjúp miðvikudaginn 24. júlí.  Staðfestar niðurstöður bárust í dag 27.7.  E.coli er að finna í neysluvatni hjá. 

Ferðaþjónustan Reykjanesi

Ævíntýradalurinn Heydal

Ögur II Gisting 

Ögur kaffihús

Læknishúsið Hesteyri

Tjaldstæði Hesteyri

Suðuleiðbeiningar er að finna á síðunni. 

Vatnsuðu aflétt- á Drangsnesi þann 19. júní

Þrjú ný sýni voru tekin á Drangsnesi þann 19. júní sem öll voru hrein.  kröfu um vatnsuðu var þá aflétt. 

E. coli fannst í drykkjarvatni á  Drangsnesi íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn.

E. coli fannst í neysluvatnssýni sem tekið var á Drangsnesi þann 11. júní.  Ef E.coli finnst er einnig hætta á að aðrar og hættulegri bakteríur séu til staðar í vatninu. Verið er að skoða vatnsból og taka ný sýni. Þegar fyrstu niðurstöður koma úr þeim verða Íbúar látnir vita. 

Starfsleyfi til kynningar fyrir bensínstöðvar N1 Vestfjörðum 

N1 ehf Kt:4110033370 hefur sótt um starfsleyfi fyrir sjálfvirkum bensínstöðum, við Hótel Bjarkalundur, Reykhólum Hellisbraut 72, Ísafirði bensínstöð með matsölu, Reykjanes, Flateyri, Patreksfirði Aðalstræti  110,  Flókalundur, Tálknafjörður Strandgata 36, Þingeyri Sjávargata 4, Hólmavík Höfðatúni 2, Drangsnes Borgargata 2a, Norðurfirði.  Allt eru þetta bensínstöðvar sem nú þegar eru í rekstri. Starfsleyfi verða sett upp með nýlegum samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir bensínsstöðvar.  Þær bensínstöðvar þar sem úrbótum skv. úrbótalista er ekki lokið verða með sér kröfur. 

Suðurverk hf kt 52088802149 Starfsleyfi til kynningar fyrir starfsmannabúðir, efnistöku, verkstæðisaðstöðu eigin véla fyrir vegagerð í Seyðisfirði 

Hraðfrystihúsið Gunnvör 6301692249 fyrir vinnslu á ferskum fiski miðlungs. Endurnýjun á starfsleyfi engar breytingar fyrirhugaðar.  Samræmdarkröfur fyrir fiskvinnslu. 

Starfsleyfi til kynningar fyrir jarðgerð á lífrænum heimilisúrgangi 

Gámaþjónustan hf sótti þann 10. 1 um starfsleyfi fyrir jarðgerð á lífrænum heimilisúrgangi á Ísafirði.  Staðsetning við Funa. Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík.

Starfsleyfi til kynningar fyrir stóra brennu 6. janúar 2019 Geirseyrarmúla, Patreksfirði.

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, fyrir stóra brennu á Patreksfirði  á þrettándanum.  Í umsókn kemur fram að staðsetning og umfang sé það sama og síðast áætlaður brennutími 3 kls.  starfsleyfisskilyrði  eru starfsleyfisskilyrði fyrir brennur Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir brennu Patreksfirði   til 4. janúar 2019.. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Starfsleyfi til kynningar fyrir brennu Reykhólum 

 
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, fyrir stóra brennu á Reykhólum  um áramót   Í umsókn kemur fram að staðsetning og umfang sé það sama og síðast áætlaður brennutími 3 kls.  starfsleyfisskilyrði  eru starfsleyfisskilyrði fyrir brennur Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir brennu á Reykhólum  til 25. desember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Starfsleyfi til kynningar fyrir brennu Drangsnesi

 
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, fyrir stóra brennu á Drangsnesi um áramót   Í umsókn kemur fram að staðsetning og umfang sé það sama og síðast áætlaður brennutími 3 kls.  starfsleyfisskilyrði  eru starfsleyfisskilyrði fyrir brennur Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir brennur á Drangsnesi, til 25. desember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Starfsleyfi til kynningar fyrir brennur Súðavíkurhreppi  

 
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, fyrir stóra brennu í Súðavík um áramót og stóra brennu að Garðsstöðum, þrettándabrenna.   Í umsókn kemur fram að staðsetning og umfang sé það sama og síðast áætlaður brennutími 3 kls.  starfsleyfisskilyrði  eru starfsleyfisskilyrði fyrir brennur Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir brennur í Súðavíkurhreppi, til 25. desember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Starfsleyfi til kynningar fyrir brennur Bolungarvík 

 
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, fyrir stóra brennu í Bolungarvík um áramót og litla brennu  að Hreggnasa, þrettándabrenna.   Í umsókn kemur fram að staðsetning og umfang sé það sama og síðast áætlaður brennutími 3 kls.  starfsleyfisskilyrði  eru starfsleyfisskilyrði fyrir brennur Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir brennur í Bolungarvík, til 25. desember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Starfsleyfi til kynningar fyrir brennu á Hólmavík  

 
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, fyrir stóra brennu Hólmavík.  Um er að ræða Áramótabrennu. Í umsókn kemur fram að staðsetning og umfang sé það sama og síðast.   starfsleyfisskilyrði  eru starfsleyfisskilyrði fyrir brennur Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir brennur Hólmavík, til 25. desember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Starfsleyfi til kynningar fyrir brennu í Vesturbyggð 

 
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, fyrir stórum brennum í Vesturbyggð.  Um er að ræða Áramótabrennur. Í umsókn kemur fram að staðsetning og umfang sé það sama og síðast.   starfsleyfisskilyrði  eru starfsleyfisskilyrði fyrir brennur Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir brennur í Vesturbyggð, til 25. desember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Starfsleyfi til kynningar fyrir brennu í Tálknfjarðarhreppi

 
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, fyrir brennu í Tálknafjarðarhrepp.  Um er að ræða Áramótabrennu. Í umsókn kemur fram að staðsetning og umfang sé það sama og síðast.   Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru starfsleyfisskilyrði fyrir brennur Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir brennu í Tálknafirði, til 25. desember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Starfsleyfi til kynningar fyrir brennur í Ísafjarðabæ

 
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, fyrir brennur í Ísafjarðabæ.  Um er að ræða Áramótabrennur. Í umsókn eru eftirtaldar brennur kynntar með tölvupósti dag. 19.11 2018.  brennur Ísafjarðarbæ 2018  Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru starfsleyfisskilyrði fyrir brennur Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir brennur í Ísafjarðarbæ, til 25. desember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Starfsleyfi fyrir starfsemi Suðurverks hf í kynningu. 8. nóvember 2018

Starfsleyfi fyrir starfsemi Suðurverks hf við gangnagerð Dýrafjarðamegin er komið í kynningu. Dýrafjarðrgöng Hægt er að skoða drög að starfsleyfi á skrifstofu eftirlitsis til 8. desember

Skriflegar athugasemdir skulu berast á netfangið eftirlit@hevf.is

Fréttir 30. september 2018 Neysluvatn Bolvíkinga Vatnssuðu aflétt

Ný vatnssýni voru tekin fimmtudaginn 27. september. Tekin voru þrjú sýni þ.a. eitt í vatnsveitunni sem er hreint. Sýni í Aðalstræti 12 er með einn  E. coli og sýni tekið hjá Búðarnesi – Bensínstöð er hreint.  Niðurstöður benda til að mengun sé staðbundin og geti tengst viðgerð á vatnsveitu við Traðarstíg. Vatnið er hreint í vatnsveitunni og á bensínstöðinni sem fyrir ofan og neðan sýnatökustað að Aðalstræti 12. Vatnssuðu er því aflétt en viðkvæmir einstaklingar eru beðnir um að sýna varúð.  Áfram verður fylgst vel með vatninu.

Tekin verða ný sýni til að fylgjast áfram með framvindu.

Fréttatilkynning, 28. september 2018 Neysluvatn Bolvíkinga mengað af E. colí 

Við reglubundið eftirlit með neysluvatni kom í ljós að vatnið er örverumengað. Um er að ræða saurgerla 1 E. coli , sem gefur til kynna að vatnið er mengað af saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum. Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka, sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni (baðstaðir í 1. flokki skv. reglugerð nr. 460/2015 um baðvatn á baðstöðum í náttúrunni).

Unnið er að því að greina orsök mengunarinnar og að endurheimta vatnsgæðin.

Heilbrigðiseftirlit og Matvælastofnun leggja mat á niðurstöður sýnatöku og vatnsveitan fer að þeirra tilmælum og ákvörðunum. Atvikið hefur verið tilkynnt sóttvarnalækni. Við gerum okkar besta til þess að notendur megi vera upplýstir um stöðu mála á hverjum tíma. Hér fyrir neðan eru leyðbeiningar um suðu á neysluvatni.

Suðuleiðbeininga

Nýjar leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni og leiðbeiningar til almennings um suðu neysluvatns

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalæknir og Umhverfisstofnun hafa gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni. Leiðbeiningarnar byggja á kröfum í reglugerð um neysluvatn nr 536/2001 og markmiðið með þeim er að tryggja góða samvinnu hlutaðeigandi stjórnvalda og að samræma viðbrögð og vandaða upplýsingagjöf til almennings.

Vatnsveitur eru matvælafyrirtæki skv. lögum um matvæli nr 93/1995 og bera ábyrgð á neysluvatni sem þær dreifa og að upplýsa neytendur og heilbrigðiseftirlit, sé það ekki öruggt til neyslu. Heilbrigðisfulltrúar sjá um reglubundnar sýnatökur og túlkun niðurstaðna rannsókna. Ef örverur greinast í sýnum yfir hámarksgildum þarf að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að endurheimta vatnsgæðin og eru úrbæturnar eru á ábyrgð vatnsveitna ef örverumengunin greinist í dreifikerfi eða vatnsbóli en húseigenda ef orsökin er í lögnum húss.

Þegar ákveðnir flokkar örvera greinast í neysluvatni gefur heilbrigðiseftirlitið, í samráði við heilbrigðisyfirvöld á svæðinu, út ábendingu til neytenda um að sjóða þurfi allt vatn sem drukkið er eða notað til matargerðar. Þessar leiðbeiningar verða hafðar aðgengilegar á vefsíðum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, Matvælastofnunar og Sóttvarnalæknis til upplýsingar fyrir almenning.

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga/ Matvælastofnun/Sóttvarnalæknir/Umhverfisstofnun

Niðurstöður úr sýnum sem tekin voru 9. júlí á Reykhólum 

Tekin voru sýni í Þörungaverksmiðjunni og Barmahlíð bæði sýnin standast kröfur og vansuðu hefur verið aflétt. 

Upplýsingar um  stöðuna í dag 6.júlí 2018-Hólmavík og Reykhólum 

erum ekki búin að fá vottorðin send en þetta er staðan. Vatnssuðu aflétt á Hólmavík

Hólmavík 28.júní 2018 tekið var reglubundið neysluvatnssýni í – 1. E.coli ræktast úr sýninu.

Hólmavík 2. Júlí 2018 endurtekin sýnataka tekin  4 sýni. Í báðum vatnsbólum, tvö úr dreifikerfi- 3 sýni hrein en 1. E.coli í sýni sem tekið úr dreifikerfi.

Hólmavík 4.júlí 2018: 4 sýni tekin 3 úr dreifikerfi einn með E.coli og eitt úr læk við borholu

Hólmavík 6.júlí 2018: Fyrstu niðurstöður berast og ekkert ræktast upp af kólí eða E.coli í þeim sýnunum sem tekin voru 4.júlí og því hefur Vatnssuðu verið aflétt á Hólmavík.

Reykhólar 28.júní 2018 tekið var reglubundið neysluvatnssýni á sveitarskrifstofu, 1. E.coli ræktast úr sýninu.

Reykhólar  2. Júlí 2018 endurtekin sýnataka tekin  2 sýni, á tjaldstæði og Barmahlíð, 1.E.colí ræktast úr sýninu frá Barmahlíð

Reykhólar 4.júlí 2018 2 sýni tekin Hólabúð og Barmahlíð,

Reykhólar 6.júlí 2018: Fyrstu niðurstöður berast frá sýnatöku 4.júlí sl og ræktast 1 lítil kólónía upp í sýni frá Barmahlíð (skv rannsóknarstofu vegna smæðar er líklegast um kólí að ræða) en ekki hægt að staðfesta fyrr en eftir sólahring hvort um E.coli eða kólí sé að ræða. Ekkert ræktast upp í sýni tekið í Hólabúð. Vatnssuðu er því áfram á Reykhólum þar til staðfest niðurstaða liggur fyrir.

Ekki þarf lengur að sjóða vatn á Hólmavík leiðbeiningum um vatnssuðu aflétt

Sýni sem tekin voru þann 4. júlí voru öll í lagi. Tekin voru 4 sýni.

Þann 2. júlí voru tekin 4 sýni tvö úr vatnsveitum og tvö úr dreifikerfi.  Annað sýnið úr dreifikerfinu var með 1. E.coli.

28. júlí var tekiðreglubundið sýni 1. E.coli ræktaðist úr því. Vatnssuða auglýst.

Reykhólar leiðbeiningar um vatnssuðu 2018

Sýni tekið 4. júlí niðurstöður ligga ekki fyrir

Sýni tekið 2. júlí tekin tvö sýni annað með E.coli

28.júlí var tekið reglubundið sýni 1. E.coli ræktaðist úr því. Vatnssuða auglýst.

Ferðaþjónustan Reykjanesi 

Nýtt sýni var tekið 13. júní 2018 sem sýndi að geislunartækið var komið í lag og því óþarfi að sjóða vatnið.

Ferðaþjónustan Reykjanesi E.coli í drykkjarvatni 

við reglubundið eftirlit þann 5. júní 2018 fundust E.colí í drykkjarvatninu að Reykjanesi.  Gestum er því bent á að sjóða neysluvatn þar til vatnið er komið í lag.

Umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson heimsótti Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða 12. janúar 2018

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, Náttúrustofa Vestfjarða og Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum áttu góðan fund með Umhverfisráðherra ásamt föruneyti.  Þar sem hver kynnti sína starfsemi. í lokin var gott spjall um ýmis mál. Ráðherra og föruneyti er þakkað fyrir góða viðkynningu.  Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem ráðherra heimsækir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.

heimsóknráðherra

Ögur júlí 2017

Við reglubundið eftirlit þann 25. júlí fundust saurgerlar(E.coli) í vatninu.  Sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið. sjá meðfylgjandi tilkynningu.

Ögur Vatnssuða_ 2017

Drangsnes júlí 2017

Tekin voru ný sýni þann 25. júlí. 3 sýni á mismunandi stöðum.  Ekkert ræktast upp af þeim sýnum þannig að ekki er ástæða til að sjóða vatnið. Loka niðurstöður liggja fyrir á morgun.

Drangsnes Júlí 2017

Við reglubundið eftirlit þann 19. júlí fannst saurgerill (E.coli) í vatninu.  Sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið. sjá meðfylgjandi tilkynningu.

Vatnsuða_Drangsnes_2017

 Ferðaþjónustan Reykjanesi 

Nýtt sýni var tekið 13. júní sem sýndi að geislunartæki voru komin í lag og því óþarfi að sjóða vatnið.

Ferðaþjónustan Reykjanesi  E. coli 

Við könnun á neysluvatni þann 29. maí fundust saurgerlar (E.coli)  í neysluvatninu.  Búið er að kveikja á geislunartækjum en sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið. Tekið verður nýtt sýni.

Reykjanes maí 17E.coli

Ný sýni

Sýni sem tekið var á sunnudag.  Niðurstöður eru komnar  vatnsveitan í Bolungarvík er í lagi  og því ekki þörf á vatnssuðu. 

Tilkynning íbúa Bolungarvíkur

Við könnun á neysluvatni þann 17. maí fundust saurgerlar (E.coli)  í neysluvatninu.  Tekið var nýtt sýni á sunnudag en sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið.

Ný sýni

Niðurstöður eru komnar  vatnsveitan í Bolungarvík er í lagi  og því ekki þörf á vatnssuðu. 

 

Tilkynning íbúa Bolungarvíkur

Við könnun á neysluvatni þann 12. janúar fundust saurgerlar (E.coli)  í neysluvatninu.  Búið er að kveikja á geislunartækjum en sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið.

E.coli gerlar Höfnin Drangsnesi

Notendur neysluvatns á höfninni Drangsnesi er bent á að neysluvatnið er mengað af E.coli bakteríum.