Skip to content

Sýni

Niðurstöður sýnatöku eru skráð undir sveitarfélögum

Sýni af matvælum og vatni eru tekin til að kanna ástand þeirrar vöru sem er á boðstólnum.    Sýni eru send til bakteríuræktunar hjá rannsóknarstofu Matís ohf.  Við ræktun er vanalega verið að rækta fram vísibakteríur, þ.e. kólí og saurkólí, en tilvist  þeirra gefur til kynna óþrifnað eða mengun af sauruppruna.  Ef þessar bakteríur finnast er talið að líkur séu á að aðrar og hættulegri sjúkdómsvaldandi bakteríur geti verið til staðar.  Sýnin eru metin eftir ákveðnum stöðlum sem eru mismunandi eftir vörutegundum.