
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða starfar á vegum Heilbrigðisnefndar Vestfjarða og sér um að framfylgja lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, ásamt þeim reglugerðum sem settar eru samkvæmt lögunum, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum eða reglugerðum sem nefndinni er eða kann að vera falið að annast framkvæmd á. Því er ætlað að vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á svæðinu, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum. Umdæmi embættisins nær yfir Ísarfjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavíkurhrepp, Vesturbyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp. Við eftirlitið starfa þrír heilbrigðisfulltrúar í þremur stöðugildum.
Nýjustu fréttir
-
Loftgæði á Ísafirði og nágrenni
Á síðu Umhverfis- og orkustofnun loftgæði á Íslandi má sjá mælingar á loftgæðum á Ísafirði. Þegar loftgæði eru metin óholl þá er fínt svifryk (PM2,5) á bilinu 50-150. Einkenni hjá viðkvæmum einstaklingum, eykur undirliggjandi hjarta eða öndunarerfiðleika. Líkleg einkenni frá öndunarfærum og ertingu í augum, nefi og koki hjá heilbrigðum einstaklingum. Ráðlagt er að lágmarka viðveru utandyra,…
-
Vatnssuðu aflétt í Bolungarvík
Tekin voru 5 sýni í gær og ekkert ræktast úr þeim.