Fréttir

Umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson heimsótti Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða 12. janúar 2018

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, Náttúrustofa Vestfjarða og Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum áttu góðan fund með Umhverfisráðherra ásamt föruneyti.  Þar sem hver kynnti sína starfsemi. í lokin var gott spjall um ýmis mál. Ráðherra og föruneyti er þakkað fyrir góða viðkynningu.  Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem ráðherra heimsækir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.

heimsóknráðherra

 

Ögur júlí 2017

Við reglubundið eftirlit þann 25. júlí fundust saurgerlar(E.coli) í vatninu.  Sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið. sjá meðfylgjandi tilkynningu.

Ögur Vatnssuða_ 2017

Drangsnes júlí 2017

Tekin voru ný sýni þann 25. júlí. 3 sýni á mismunandi stöðum.  Ekkert ræktast upp af þeim sýnum þannig að ekki er ástæða til að sjóða vatnið. Loka niðurstöður liggja fyrir á morgun.

Drangsnes Júlí 2017

Við reglubundið eftirlit þann 19. júlí fannst saurgerill (E.coli) í vatninu.  Sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið. sjá meðfylgjandi tilkynningu.

Vatnsuða_Drangsnes_2017

 

 Ferðaþjónustan Reykjanesi 

Nýtt sýni var tekið 13. júní sem sýndi að geislunartæki voru komin í lag og því óþarfi að sjóða vatnið.

Ferðaþjónustan Reykjanesi  E. coli 

Við könnun á neysluvatni þann 29. maí fundust saurgerlar (E.coli)  í neysluvatninu.  Búið er að kveikja á geislunartækjum en sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið. Tekið verður nýtt sýni.

Reykjanes maí 17E.coli

Ný sýni

Sýni sem tekið var á sunnudag.  Niðurstöður eru komnar  vatnsveitan í Bolungarvík er í lagi  og því ekki þörf á vatnssuðu. 

Tilkynning íbúa Bolungarvíkur

Við könnun á neysluvatni þann 17. maí fundust saurgerlar (E.coli)  í neysluvatninu.  Tekið var nýtt sýni á sunnudag en sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið.

Ný sýni

Niðurstöður eru komnar  vatnsveitan í Bolungarvík er í lagi  og því ekki þörf á vatnssuðu. 

 

Tilkynning íbúa Bolungarvíkur

 

Við könnun á neysluvatni þann 12. janúar fundust saurgerlar (E.coli)  í neysluvatninu.  Búið er að kveikja á geislunartækjum en sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið.