Fréttir

Starfsleyfi fyrir starfsemi Suðurverks hf í kynningu. 8. nóvember 2018

Starfsleyfi fyrir starfsemi Suðurverks hf við gangnagerð Dýrafjarðamegin er komið í kynningu.  Hægt er að skoða drög að starfsleyfi á skrifstofu eftirlitsis til 8. desember

Skriflegar athugasemdir skulu berast á netfangið eftirlit@hevf.is

 

Fréttir 30. september 2018 Neysluvatn Bolvíkinga Vatnssuðu aflétt

Ný vatnssýni voru tekin fimmtudaginn 27. september. Tekin voru þrjú sýni þ.a. eitt í vatnsveitunni sem er hreint. Sýni í Aðalstræti 12 er með einn  E. coli og sýni tekið hjá Búðarnesi – Bensínstöð er hreint.  Niðurstöður benda til að mengun sé staðbundin og geti tengst viðgerð á vatnsveitu við Traðarstíg. Vatnið er hreint í vatnsveitunni og á bensínstöðinni sem fyrir ofan og neðan sýnatökustað að Aðalstræti 12. Vatnssuðu er því aflétt en viðkvæmir einstaklingar eru beðnir um að sýna varúð.  Áfram verður fylgst vel með vatninu.

Tekin verða ný sýni til að fylgjast áfram með framvindu.

Fréttatilkynning, 28. september 2018 Neysluvatn Bolvíkinga mengað af E. colí 

Við reglubundið eftirlit með neysluvatni kom í ljós að vatnið er örverumengað. Um er að ræða saurgerla 1 E. coli , sem gefur til kynna að vatnið er mengað af saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum. Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka, sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni (baðstaðir í 1. flokki skv. reglugerð nr. 460/2015 um baðvatn á baðstöðum í náttúrunni).

Unnið er að því að greina orsök mengunarinnar og að endurheimta vatnsgæðin.

Heilbrigðiseftirlit og Matvælastofnun leggja mat á niðurstöður sýnatöku og vatnsveitan fer að þeirra tilmælum og ákvörðunum. Atvikið hefur verið tilkynnt sóttvarnalækni. Við gerum okkar besta til þess að notendur megi vera upplýstir um stöðu mála á hverjum tíma. Hér fyrir neðan eru leyðbeiningar um suðu á neysluvatni.

Suðuleiðbeininga

 

 

Nýjar leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni og leiðbeiningar til almennings um suðu neysluvatns

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalæknir og Umhverfisstofnun hafa gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni. Leiðbeiningarnar byggja á kröfum í reglugerð um neysluvatn nr 536/2001 og markmiðið með þeim er að tryggja góða samvinnu hlutaðeigandi stjórnvalda og að samræma viðbrögð og vandaða upplýsingagjöf til almennings.

Vatnsveitur eru matvælafyrirtæki skv. lögum um matvæli nr 93/1995 og bera ábyrgð á neysluvatni sem þær dreifa og að upplýsa neytendur og heilbrigðiseftirlit, sé það ekki öruggt til neyslu. Heilbrigðisfulltrúar sjá um reglubundnar sýnatökur og túlkun niðurstaðna rannsókna. Ef örverur greinast í sýnum yfir hámarksgildum þarf að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að endurheimta vatnsgæðin og eru úrbæturnar eru á ábyrgð vatnsveitna ef örverumengunin greinist í dreifikerfi eða vatnsbóli en húseigenda ef orsökin er í lögnum húss.

Þegar ákveðnir flokkar örvera greinast í neysluvatni gefur heilbrigðiseftirlitið, í samráði við heilbrigðisyfirvöld á svæðinu, út ábendingu til neytenda um að sjóða þurfi allt vatn sem drukkið er eða notað til matargerðar. Þessar leiðbeiningar verða hafðar aðgengilegar á vefsíðum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, Matvælastofnunar og Sóttvarnalæknis til upplýsingar fyrir almenning.

 

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga/ Matvælastofnun/Sóttvarnalæknir/Umhverfisstofnun

Niðurstöður úr sýnum sem tekin voru 9. júlí á Reykhólum 

Tekin voru sýni í Þörungaverksmiðjunni og Barmahlíð bæði sýnin standast kröfur og vansuðu hefur verið aflétt. 

Upplýsingar um  stöðuna í dag 6.júlí 2018-Hólmavík og Reykhólum 

erum ekki búin að fá vottorðin send en þetta er staðan. Vatnssuðu aflétt á Hólmavík

Hólmavík 28.júní 2018 tekið var reglubundið neysluvatnssýni í – 1. E.coli ræktast úr sýninu.

Hólmavík 2. Júlí 2018 endurtekin sýnataka tekin  4 sýni. Í báðum vatnsbólum, tvö úr dreifikerfi- 3 sýni hrein en 1. E.coli í sýni sem tekið úr dreifikerfi.

Hólmavík 4.júlí 2018: 4 sýni tekin 3 úr dreifikerfi einn með E.coli og eitt úr læk við borholu

Hólmavík 6.júlí 2018: Fyrstu niðurstöður berast og ekkert ræktast upp af kólí eða E.coli í þeim sýnunum sem tekin voru 4.júlí og því hefur Vatnssuðu verið aflétt á Hólmavík.

 

Reykhólar 28.júní 2018 tekið var reglubundið neysluvatnssýni á sveitarskrifstofu, 1. E.coli ræktast úr sýninu.

Reykhólar  2. Júlí 2018 endurtekin sýnataka tekin  2 sýni, á tjaldstæði og Barmahlíð, 1.E.colí ræktast úr sýninu frá Barmahlíð

Reykhólar 4.júlí 2018 2 sýni tekin Hólabúð og Barmahlíð,

Reykhólar 6.júlí 2018: Fyrstu niðurstöður berast frá sýnatöku 4.júlí sl og ræktast 1 lítil kólónía upp í sýni frá Barmahlíð (skv rannsóknarstofu vegna smæðar er líklegast um kólí að ræða) en ekki hægt að staðfesta fyrr en eftir sólahring hvort um E.coli eða kólí sé að ræða. Ekkert ræktast upp í sýni tekið í Hólabúð. Vatnssuðu er því áfram á Reykhólum þar til staðfest niðurstaða liggur fyrir.

 

 

Ekki þarf lengur að sjóða vatn á Hólmavík leiðbeiningum um vatnssuðu aflétt

Sýni sem tekin voru þann 4. júlí voru öll í lagi. Tekin voru 4 sýni.

Þann 2. júlí voru tekin 4 sýni tvö úr vatnsveitum og tvö úr dreifikerfi.  Annað sýnið úr dreifikerfinu var með 1. E.coli.

28. júlí var tekiðreglubundið sýni 1. E.coli ræktaðist úr því. Vatnssuða auglýst.

Reykhólar leiðbeiningar um vatnssuðu 2018

Sýni tekið 4. júlí niðurstöður ligga ekki fyrir

Sýni tekið 2. júlí tekin tvö sýni annað með E.coli

28.júlí var tekið reglubundið sýni 1. E.coli ræktaðist úr því. Vatnssuða auglýst.

 

Ferðaþjónustan Reykjanesi 

Nýtt sýni var tekið 13. júní 2018 sem sýndi að geislunartækið var komið í lag og því óþarfi að sjóða vatnið.

Ferðaþjónustan Reykjanesi E.coli í drykkjarvatni 

við reglubundið eftirlit þann 5. júní 2018 fundust E.colí í drykkjarvatninu að Reykjanesi.  Gestum er því bent á að sjóða neysluvatn þar til vatnið er komið í lag.

Umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson heimsótti Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða 12. janúar 2018

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, Náttúrustofa Vestfjarða og Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum áttu góðan fund með Umhverfisráðherra ásamt föruneyti.  Þar sem hver kynnti sína starfsemi. í lokin var gott spjall um ýmis mál. Ráðherra og föruneyti er þakkað fyrir góða viðkynningu.  Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem ráðherra heimsækir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.

heimsóknráðherra

 

Ögur júlí 2017

Við reglubundið eftirlit þann 25. júlí fundust saurgerlar(E.coli) í vatninu.  Sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið. sjá meðfylgjandi tilkynningu.

Ögur Vatnssuða_ 2017

Drangsnes júlí 2017

Tekin voru ný sýni þann 25. júlí. 3 sýni á mismunandi stöðum.  Ekkert ræktast upp af þeim sýnum þannig að ekki er ástæða til að sjóða vatnið. Loka niðurstöður liggja fyrir á morgun.

Drangsnes Júlí 2017

Við reglubundið eftirlit þann 19. júlí fannst saurgerill (E.coli) í vatninu.  Sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið. sjá meðfylgjandi tilkynningu.

Vatnsuða_Drangsnes_2017

 

 Ferðaþjónustan Reykjanesi 

Nýtt sýni var tekið 13. júní sem sýndi að geislunartæki voru komin í lag og því óþarfi að sjóða vatnið.

Ferðaþjónustan Reykjanesi  E. coli 

Við könnun á neysluvatni þann 29. maí fundust saurgerlar (E.coli)  í neysluvatninu.  Búið er að kveikja á geislunartækjum en sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið. Tekið verður nýtt sýni.

Reykjanes maí 17E.coli

Ný sýni

Sýni sem tekið var á sunnudag.  Niðurstöður eru komnar  vatnsveitan í Bolungarvík er í lagi  og því ekki þörf á vatnssuðu. 

Tilkynning íbúa Bolungarvíkur

Við könnun á neysluvatni þann 17. maí fundust saurgerlar (E.coli)  í neysluvatninu.  Tekið var nýtt sýni á sunnudag en sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið.

Ný sýni

Niðurstöður eru komnar  vatnsveitan í Bolungarvík er í lagi  og því ekki þörf á vatnssuðu. 

 

Tilkynning íbúa Bolungarvíkur

 

Við könnun á neysluvatni þann 12. janúar fundust saurgerlar (E.coli)  í neysluvatninu.  Búið er að kveikja á geislunartækjum en sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið.