Skip to content

Bensínslys í Hestfirði

[slideshow]

Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða barst tilkynning um að olíuflutningabíll Skeljungs hlaðinn bensíni hafi oltið í Hestfirði að kvöldi 16. janúar.  Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var þá á leið á staðinn.  Í samráði við Umhverfisstofnun og slökkvilið var ákveðið að mæta í birtingu daginn eftir og hafa eftirlit með hreinsunarstarfi.

 Bíllinn hafði oltið upp fyrir veg og var skorðaður í vegrásinni.  Á þeim stað sem bíllinn fór útaf er klettabelti fyrir ofan veg og vegfylling þar fyrir framan.  Engin gróðurþekja er til staðar þar sem jarðveg vantar alveg.  Útrás frá vegrásinni var um 30 m frá slysstað en eitthvað hefur farið út um þá rás, að því er virðist aðalega kvoða.

Bensínslys í Hestfirði 2012

  • ·       Á bíl voru lestaðir 39.036 lítrar  af bensíni.
  • ·       Það sem náðist af bílnum á vettvangi var skv. mælingu 15.984 lítrar
  • ·       Það sem eftir stendur og er bókað á þetta tjón í dag eru 23.052 lítrar. Brák lagði frá ræsi og út fjörðinn en náði aldrei nema út á miðjan fjörð.  Hreinsibíll frá Gámaþjónustu Vestfjarða var notaður til að dæla upp úr vegrásinni vatni, bensíni og slökkvikvoðu.  Úr vegrásinni var dælt um 30.000 lítrar  af þessari blöndu og er eftir að sjá hvort hægt sé að nýta það sem skilst frá en sjónmat gefur til kynna að það geti verið 7.000-10.000 lítrar sem sé hægt að skilja frá. Endanlegar tölur um hversu mikið náðist upp liggja ekki fyrir.

Heilbrigðiseftirlitið mun fylgjast áfram með slysstað fram á sumar, bensínlykt var enn á slysstað 18. janúar.  Búast má við að staðurinn hreinsi sig á næstu mánuðum og ekki er búist við varanlegum umhverfisáhrifum í Hestfirði.