Eftirlit 2011

Yfirlit yfir eftirlit Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða árið 2011

 

Af 589 fyrirtækjum fengu 285 fyrirtæki heimsókn í 351 eftirlitsferðum.  Athuga ber að við miðum við að heimsókn sé skráð á hvert fyrirtæki í samræmi við tíðni.  Tíðni heimsókna er árlega, annaðhvert ár eða fjórðahvert ár.

En töluverður hluti af eftirlitsferðum er ekki skráður þar sem við erum að koma á framfæri almennum leiðbeiningum og athugasemdum og fylgja eftir fyrri eftirlitsferðum.  Eins eru sameiginleg eftirlitsverkefni og heimsóknir vegna vöru sem verið er að taka úr umferð skráðar á annan hátt, ekki með reglubundnu eftirliti.  Það segir sig sjálft að á svæði, sem er strálbýlt er nálægðin mun meiri.  Heilbrigðisfulltrúar eru einnig notendur þjónustu á svæðinu og koma því í verslanir og veitingastaði til að sinna sínum frumþörfum og þó oft sé þá rætt við eigendur eru slíkar heimsóknir aldrei skráðar sem eftirlit.

Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, sími 4567087